Framherjinn Vitor Roque hefur skotið föstum skotum á sitt félagslið, Barcelona, þar sem hann hefur spilað síðasta árið.
Roque fékk fá tækifæri með Barcelona í fyrra og skoraði alls tvö mörk í 14 leikjum en hann er 19 ára gamall.
Nýlega var Roque lánaður til Real Betis en mistókst að skora í sínum fyrsta deildarleik fyrir félagið.
Roque virtist hafa hatað það að spila með Barcelona síðasta vetur en hann skemmti sér loksins eftir að hafa skorað tvennu með U19 landsliði Brasilíu í vikunni.
,,Ég hafði ekki hlegið í sex eða sjö mánuði,“ sagði Roque í samtali við SportTV.
,,Ég þakkaði öllum löndum mínum fyrir vikuna og fyrir það sem ég fékk að upplifa. Þetta var stuttur tími saman en ég naut mín.“
,,Ég náði að grínast í liðsfélögum mínum og njóta mín sem er það mikilvægasta.“