Það eru margir sem muna eftir sóknarmanninum Nile Ranger sem á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Ranger var undrabarn á sínum tíma en hann spilaði alls 51 deildarleiki fyrir Newcastle frá 2009 til 2013.
Ranger náði þó aldrei þeim hæðum sem búist var við en hann er í dag 33 ára gamall og er snúinn aftur á völlinn.
Englendingurinn hefur þrisvar verið handtekinn fyrir líkamsárás og önnur brot en hann spilaði síðast fyrir Boreham Wood frá 2021-2022 en tókst ekki að leika deildarleik.
Nú hefur Ranger gert samning við Kettering Town sem er í sjöundu efstu deild Englands og hefur spilað sinn fyrsta leik.
Ranger spilaði síðast af alvöru árið 2018 en hann var þá á mála hjá Southend og skoraði þar 10 mörk í 45 deildarleikjum.