Það gæti komið mörgum á óvart að heyra af því að fyrrum brasilíski landsliðsmaðurinn Douglas Costa er búinn að skrá sig á OnlyFans.
OnlyFans er ansi vinsæll miðill en er má nálgast alls konar efni en mikið af því efni er klámfengið.
Costa skráði sig ekki á síðuna til að birta slíkt efni en hann vill halda sambandi við sína aðdáendur eftir að hafa flutt til Ástralíu.
Costa er 33 áras gamall í dag og leikur með Sidney FC en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Shakhtar, Bayern Munchen og Juventus.
,,Ég hef tekið eftir því á síðustu árum að stórir prófílar hafa verið að búa til aðgang á miðlinum,“ sagði Costa sem lék 31 landsleik fyrir Brasilíu.
,,Það er ekki bara klámfengið efni á síðunni, íþróttamenn eða annað fólk hefur skráð sig og er að sýna frá sínu einkalífi. Ég sá gott tækifæri til þess að sýna frá mínu lífi og hvað ég geri á bakvið tjöldin.“
Costa var svo spurður að því hvort Cristiano Ronaldo myndi mögulega gera það sama í framtíðinni en hann hefur stofnað YouTube aðgang ásamt fjölskyldu sinni.
,,Aldrei segja aldrei en ég held að það sé ekki eitthvað sem hann hefur áhuga á. Hann er kominn á YouTube og það var stórt skref að taka.“
,,Ég hef heyrt frá öðrum félögum mínum að þeir séu áhugasamir en eru efins þar sem mikið klámfengið efni er í boði á síðunni.“