Antony kantmaður Manchester United hefur ekki áhuga á því að fara frá félaginu núna á næstu dögum.
Einn gluggi er opinn fyrir Antony en Fenerbache í Tyrklandi hefur áhuga á honum.
Fenerbache eins og önnur lið í Tyrklandi hafa til föstudags til að kaupa leikmenn en þá lokar glugginn þar.
Allir aðrir gluggar hafa lokað en ESPN segir að Antony vilji áfram berjast fyrir framtíð sinni hjá United.
Antony er 24 ára gamall og á leið inn í sitt þriðja tímabil hjá United en hefur ekki fundið sig.