Ísland 1 – 2 Wales
0-1 Joel Cotterill(’47)
0-2 Joel Cotterill(’72)
1-2 Óskar Borgþórsson(’93)
Íslenska U21 landsliðið missteig sig í undankeppni EM í kvöld en spilað var gegn Wales á Víkingsvelli.
Ísland er nýbúið að vinna Dani 4-2 og var sigurstranglegra liðið fyrir leikinn gegn Wales í kvöld.
Joel Cotterill sá um að tryggja Wales 2-1 sigur að þessu sinni en Ísland minnkaði muninn undir lokin.
Ísland er með níu stig eftir sex leiki í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Wales og Danmörku sem eru búin með leik meira.