Trent Alexander-Arnold hefur slitið sambandi við fyrirsætuna Iris Law eftir fimm mánaða samband.
Iris er dóttir leikarans Jude Law og hefur haslað sér völl sem fyrirsæta.
Trent sem leikur með Liverpool kynntist Iris þegar þau voru í myndatöku fyrir gallabuxur hjá Guess fyrir fimm mánuðum.
Þau eyddu sumrinu saman en síðan súrnaði allt. „Það er mikið að gera hjá þeim báðum, Iris er með störf út um allan heim,“ segir heimildarmaður enskra blaða.
„Þau fóru saman í frí með fjölskyldu Trent í sumar og náðu vel saman, þau verða áfram vinir.“
Trent hefur byrjað tímabilið frábærlega með Liverpool og virðist ekki láta þetta hafa áhrif á sig innan vallar.