Samkvæmt fréttum í Argentínu gæti það reynst ansi erfitt fyrir Tottenham að halda í miðvörðinn Cristian Romero næsta sumar.
TYC Sports í Argentínu segir að þrjú stórlið í Evrópu vilji kaupa miðvörðinn knáa.
Þar segir að forráðamenn Manchester United séu farnir að horfa til Romero sem hefur bætt leik sinn mikið hjá Tottenham.
Þá eru Real Madrid og PSG sögð hafa mikinn áhuga og eiga þau að hafa átt samtal við umboðsmann Romero.
Romero er sagður spenntur fyrir því að taka næsta skref á ferli sínum en hann hefur spilað afar vel síðasta árið.