Martin Odegaard fyrirliði Arsenal mun án nokkurs vafa ekki spila gegn Tottenham á sunnudag vegna meiðsla í ökkla.
Hann meiddist í landsleik í gær. „Þetta leit mjög illa út í klefanum líka,“ sagði Stale Solbakken þjálfari Noregs.
Noregur vann sigur á Austurríki í Þjóðadeildinni í gær þar sem Erling Haaland skoraði meðal annars.
Ljóst er að þetta er blóðtaka fyrir Arsenal sem mætir með vænbrotið miðsvæði gegn Tottenham.
Declan Rice verður í banni og Odegaard án nokkurs vafa meiddur, þá er Mikel Merino meiddur og hefur ekki enn spilað leik.
Í draumaheimi Mikel Arteta myndu þessir þrír byrja leikinn en Arteta þarf að fara í breytingar og gætu hlutirnir litið svona út.