Samkvæmt fréttum á Spáni er að byggjast upp gríðarlegur pirringur vegna Frenkie de Jong miðjumanns Barcelona en forráðamenn félagsins eru ekki sáttir.
De Jong hefur ekkert spilað á þessu tímabili en hann var valinn í EM hóp Hollands í sumar en dróg sig út vegna meiðsla.
De Jong er meiddur á ökkla og samkvæmt Sport á Spáni hafa forráðamenn Barcelona reynt að koma De Jong í aðgerð.
Hollenski miðjumaðurinn neitar hins vegar að fara undir hnífinn og við það eru forráðamenn Barcelona ekki sáttir.
De Jong telur það ekkert öruggt að aðgerð muni hjálpa batanum, frekar að það muni hægja á ferlinu.
De Jong æfir einn þessa dagana og hafa forráðamenn Barcelona áhyggjur af stöðunni, hann fái ekki að spila fyrr en hann er 100 prósent heill.