Harry Kane hefur náð þeim merka áfanga að spila 100 landsleiki á aðeins níu árum en hann er leikmaður enska landsliðsins.
Kane spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2015 en hann var þá á mála hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Síðan þá hefur Kane náð ótrúlegum árangri en hann er í dag markahæsti leikmaður í sögu Englands sem og Tottenham.
Kane er 31 árs gamall og á nóg eftir en hann er í dag á mála hjá Bayern Munchen í þýsku Bundesligunni.
Það eru allar líkur á að Kane verði leikjahæsti leikmaður í sögu Englands en það met er í eigu Peter Shilton sem léki 125 leiki sem markvörður á sínum tíma.