Stale Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, viðurkennir að það séu góðar líkur á að Martin Ödegaard sé að glíma við meira en smávægileg meiðsli.
Ödegaard haltraði af velli í gær er Noregur vann Austurríki 2-1 en miðjumaðurinn er leikmaður Arsenal.
Ödegaard virtist yfirgefa völlinn grátandi vegna meiðslana en Solbakken staðfestir að hann hafi fundið til í búningsklefanum.
Solbakken fékk væntanlega ekki símtal frá Mikel Arteta eftir leik en sá síðarnefndi er stjóri Arsenal og treystir á Ödegaard sem er fyrirliði liðsins.
,,Þetta leit ansi illa út í búningsklefanum. Hann þorði ekki að halda áfram keppni,“ sagði Solbakken.
,,Það er ekki líklegt að Mikel Arteta hringi í mig í kvöld og hrósi mér.“