fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Samkomulag um að leikmennirnir spili ekki á mánudag – Þarf að borga væna summu ef KR ákveður að gera það

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomulag er á milli FH og KR um að leikmenn sem félögin skiptu á í liðinni viku spili ekki leik liðanna á mánudag. Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH við 433.is

Samkomulagi er á þá leið að félögin þurfa að greiða verulegar upphæðir ef leikmennirnir spila leikinn á mánudag. Bannað er að setja ákvæði sem bannar leikmönnum að spila og hefur í mörg ár verið farið þá leið að setja inn upphæðir sem félögin vilja ekki borga fyrir einn leik.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Ástbjörn Þórðarson yfirgáfu FH og gengu í raðir KR en á sama tíma fór Kristján Flóki Finnbogason frá KR yfir í FH.

Það eru því yfirgnæfandi líkur á því að leikmennirnir spili ekki á mánudag en upphæðirnar í samkomulaginu eru slíkar að það myndi skipta nokkru máli fyrir reksturinn.

Gyrðir átti að vera í byrjunarliði KR gegn HK í gær en leiknum var frestað vegna þess að eitt mark í Kórnum var brotið. Ástbjörn var hins vegar ekki í leikmannahópi KR.

Kristján Flóki hefði ekki getað spilað leikinn á mánudag fyrir FH vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann en hann er á batavegi og ætti að vera klár í leik gegn Val viku síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Í gær

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
433Sport
Í gær

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina