Það verður vandasamt verk fyrir Erik ten Hag stjóra Manchester United að stilla upp varnarlínu sinni gegn Manchester City á morgun.
Englandsmeistarar City og bikarmeistarar United mætast þá í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Harry Maguire, Victor Lindelöf og Aaron Wan-Bissaka gátu ekki æft í gær vegna meiðsla. Maguire gat ekki spilað æfingaleik gegn Liverpool um síðustu helgi.
Þá fór Leny Yoro í aðgerð á dögunum og verður frá næstu þrjá mánuðina eða svo.
Það er því ljóst að sama saga og frá síðustu leiktíð er farin að gera vart við sig hjá United þegar varnarmenn liðsins meiddust mikið.
Lisandro Martinez, Diogo Dalot og Luke Shaw byrjuðu aðeins að æfa í þessari viku og því óvíst hversu klárir þeir eru í alvöru leik.