fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Áhugafólk um enska boltann á Íslandi fær mjög vond tíðindi – Enski bikarinn líklega hvergi sýndur í vetur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært:

Stórleikur Manchester United og Manchester City verður sýndur á Viaplay/Vodafone Sport á morgun, samningur um það náðist fyrir um hálftíma síðan. Um er að ræða leik um Samfélagsskjöldinn þar sem Englandsmeistarar City og bikarmeistarar United mætast.

433.is sagði frá því í morgun að leikurinn á morgun yrði hvergi sýndur og var það staðan þangað til rétt eftir 09:00 í morgun. Nú er hins vegar ljóst að hann verður í sjónvarpi landsmanna.

Hjörvar Hafliðason vakti fyrst athygli á þessu í hlaðvarpi sínu Dr. Football í morgun en taldi þetta ekki geta staðist. Allt stefndi í að leikurinn yrði ekki sýndur hér á landi en nú hefur tekist að græja það.

Getty Images

Hins vegar er enginn sjónvarpsstöð á Íslandi með réttin af enska bikarnum en Stöð2 Sport hafði haft þau réttindi einnig en enginn samningur hefur verið endurnýjaður.

Það eru því eins og staðan er í dag yfirgnæfandi líkur á því að íslenskir áhugamenn um enska boltann geti ekki séð enska bikarinn í vetur með löglegum hætti.

Enski bikarinn hefur verið sýndur um mjög langt skeið á Íslandi og ef fram heldur sem horfir verða margir svekktir með þá staðreynd að líklega verður hann ekki sýndur í vetur.

Enska úrvalsdeildin hefst eftir rúma viku og er Síminn Sport með réttin af deildinni í vetur en næsta sumar verða breytingar þegar Stöð2 Sport tekur við réttindum af deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland mætir Úkraínu á morgun

Ísland mætir Úkraínu á morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sterling í hópi með Beckham, Kane og Rooney

Sterling í hópi með Beckham, Kane og Rooney
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Svakaleg ræða hans á fréttamannafundi vekur athygli – „Ekki vera hræddir, réttið upp hönd“

Myndband: Svakaleg ræða hans á fréttamannafundi vekur athygli – „Ekki vera hræddir, réttið upp hönd“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti endað í London í sumar – Þyrftu að reiða fram sjö milljarða

Gæti endað í London í sumar – Þyrftu að reiða fram sjö milljarða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki eins slæmt og óttast var

Ekki eins slæmt og óttast var
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Netverjar gjörsamlega agndofa yfir því sem þeir sáu í beinni útsendingu í gær

Netverjar gjörsamlega agndofa yfir því sem þeir sáu í beinni útsendingu í gær
433Sport
Í gær

Arnar segir íslensku þjóðinni að búa sig undir breytingar

Arnar segir íslensku þjóðinni að búa sig undir breytingar
433Sport
Í gær

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt