fbpx
Fimmtudagur 08.ágúst 2024
433Sport

Vandræði með að greiða laun eru ekki bara í Árbænum – „Ég get því miður ekki tjáð mig um þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsvandræði liða í Bestu deild karla virðist nokkur, lið eiga í vandræðum með að standa við gerða samninga.

433.is hefur undanfarna daga fengið margar ábendingar þess efnis. Fjallað var um málefni Fylkis fyrr í vikunni og viðurkenndi félagið að samið hefði verið um leikmenn um að fresta greiðslum.

Fylkir er ekki eitt í þessum báti og hefur 433.is fengið staðfestingu um félag sem skuldar leikmönnum allt að þrjá mánuði í laun.

„Ég get því miður ekki tjáð mig um þetta. Þetta er þó ekki ástæða þess að ég er ekki að spila núna,“ segir leikmaður sem spilar fyrir lið í efri hluta Bestu deildarinnar. Hjá félaginu eru leikmenn sem ekki hafa fengið launin sín síðustu vikur og mánuði samkvæmt heimildum 433.is.

Fleiri lið eru í sömu stöðu að eiga í miklum vandræðum með að ná endum saman.

Í ársreikningum knattspyrnudeilda á síðasta ári kom vel í ljós hversu erfiður reksturinn er í raun og veru á mörgum stöðum. Nokkur félög standa vel og greiða alltaf á réttum tíma en mörg félög eiga í vandræðum.

Þá hefur verðbólga og slíkt í þjóðfélaginu áhrif á rekstur íþróttafélaga, styrktarsamningar við fyrirtæki skila sér ekki alltaf á réttum tíma sem býr til keðjuverkandi áhrif í rekstrinum. Telur einn aðili sem 433.is þetta eina af ástæðum þess að laun leikmanna skili sér ekki alltaf á réttum tíma þetta sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjórnvöld biðja íþróttafélög um hjálp – Vandræði vegna mótmæla við innflytjendur

Stjórnvöld biðja íþróttafélög um hjálp – Vandræði vegna mótmæla við innflytjendur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þénaði 66 miljónir á viku í síðustu vinnu – Þetta eru kröfur hans núna

Þénaði 66 miljónir á viku í síðustu vinnu – Þetta eru kröfur hans núna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Vestri komst af botninum

Besta deildin: Vestri komst af botninum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór stórhættulega leið til að missa nokkur kíló – ,,Ég sat þar í 90 mínútur í öllum fötunum“

Fór stórhættulega leið til að missa nokkur kíló – ,,Ég sat þar í 90 mínútur í öllum fötunum“
433Sport
Í gær

United mun breyta Old Trafford í lítinn völl verði nýr völlur byggður

United mun breyta Old Trafford í lítinn völl verði nýr völlur byggður
433Sport
Í gær

Brighton farið í viðræður við 35 ára Heimsmeistara

Brighton farið í viðræður við 35 ára Heimsmeistara
433Sport
Í gær

Er þetta maðurinn sem Arne Slot mun sækja? – Oft á tíðum líkt við Rodri

Er þetta maðurinn sem Arne Slot mun sækja? – Oft á tíðum líkt við Rodri
433Sport
Í gær

Guardiola steinhissa á hárgreiðslu De Bruyne – Mætti með snúð eftir sumarfrí

Guardiola steinhissa á hárgreiðslu De Bruyne – Mætti með snúð eftir sumarfrí