fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Rikki G segir frá vandamálum í Árbænum – Verið að biðja fólk um að bíða með að fá launin sín greidd

433
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og stjórnandi Þungavigtarinnar segir að bankabókin hjá Fylki í Árbænum sé tóm miðað við það sem hann heyrir.

Ríkharð segist hafa hitt tvo leikmenn Fylkis, báðir höfðu sömu sögu að segja. Þeir hafi verið spurðir að því hvort bíða mætti með það að borga þeim laun.

„Ég ætla að koma með skúbb, hafið þið heyrt að það sé litið til í bankanum í Árbænum? Ég hef heyrt frá tveimur leikmönnum, að þeir hafi verið spurðir hvort það sé hægt að bíða með launagreiðslur,“ sagði Ríkharð Óskar í Þungavigtinni.

Fylkir er í fallsæti og telur Ríkharð að fjármálavandræði hjálpi ekki til. „Þetta er ekki að hjálpa til,“ segir Ríkharð.

Kristján Óli Sigurðsson segir að Fylki vanti leikmenn fyrir endasprett Bestu deildarinnar. „Þeim vantar leikmenn en eru ekki að kaupa þá, ég sé ekki neinn renna sér inn í Árbæinn. Þessar sögusagnir gætu fengið byr undir alla vængina,“ segir Kristján.

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis en samningur hans er á enda eftir tímabilið og er talið líklegt að hann hætti eftir tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að Amorim sé að nota De Ligt vitlaust: ,,Hann er með möguleika“

Segir að Amorim sé að nota De Ligt vitlaust: ,,Hann er með möguleika“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagður ætla að kaupa sinn fyrrum vinnustað: Moldríkur aðeins 33 ára – Var látinn fara í sumar

Sagður ætla að kaupa sinn fyrrum vinnustað: Moldríkur aðeins 33 ára – Var látinn fara í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn
433Sport
Í gær

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United