fbpx
Þriðjudagur 06.ágúst 2024
433Sport

Mikael var rekinn úr starfi sínu um helgina og tjáir sig um það – „Ég er ekki mættur til að ljúga“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 10:30

Mikael Nikulásson, þjálfari KFA og sparkspekingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson var rekinn úr starfi sem þjálfari KFA um helgina, hann segir uppsögnina hafa komið gríðarlega á óvart.

KFA leikur í 2. deild karla og er einu stigi frá því að koma upp en Mikael var rekinn og Eggert Gunnþór Jónsson aðstoðarmaður hans tekur við liðinu.

Mikael segir stjórn KFA gera lítið og það hafi oft pirrað hann. „Það vita svo sem allir að ég er ekki búinn að vera sáttur með umgjörð liðsins og hvernig er staðið að þessu. Þegar þetta kemur upp þá líður eins og það sé verið að reka mig úr stjórn félagsins frekar en þjálfara. Ég gerði allt þarna, ég er ekki að setja mig á háan hest,“ segir Mikael í hlaðvarpinu Þungavigtin.

Mikael minnist á það að hann hafi þurft að fá vin sinn Ríkharð Óskar Guðnason til að vera með sér á hliðarlínunni gegn Víkingi Ólafsvík fyrir um tveimur vikum. Enginn frá KFA kom með liðinu í leikinn.

„Hvernig staðið var að þeim leik, í risaleik um annað sætið og búið að ferðast rosalega mikið á öllu tímabilinu. Alltaf mættu strákarnir í liðinu, aldrei neitt væl. Þetta eru endalaus ferðalög og þetta fær maður í andlitið, áhuginn var enginn. Ég hélt mínu striki. Við töpum þeim leik, 50/50 leikur sem gat farið hvernig sem er. Við förum í Selfoss, þar erum við miklu betri en sóknarlega erum við ekki góðir. Þeir vinna með skoti af 35 metrum.“

Mikael er svo rekinn þegar KFA hefur tapað þremur leikjum í röð. „Svo er það Sandgerðis leikurinn þar sem við erum ekki góðir, þeir unnu okkur. Maður er pirraður eftir þannig leik og lætur eitthvað flakka, málin voru ekkert rædd. Það var ekkert samkomulag okkar á milli, ég er ekki mættur til að ljúga en ég var bara látinn fara. Það eru engar ástæður, menn í stjórn KFA sem eru félagar mínir. Þeir telja að liðið eigi að vera nógu gott til að rúlla yfir deildina.“

„Það liggur eitthvað annað að baki, ég myndi segja það ef ég vissi það. Ég veit ekki hvað hefur gengið á,“ segir Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yoro verður lengi frá eftir aðgerð

Yoro verður lengi frá eftir aðgerð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Annar markmaður á leið til Chelsea?

Annar markmaður á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá þjálfara liðsins skalla leikmann varð ástfanginn um leið – Manst þú eftir þessu atviki?

Sá þjálfara liðsins skalla leikmann varð ástfanginn um leið – Manst þú eftir þessu atviki?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var bannað að mæta svo tóku yfir hjólhýsigarð í nágrenninu – Sjáðu myndirnar

Var bannað að mæta svo tóku yfir hjólhýsigarð í nágrenninu – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Merino velur Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hataður á vinnustaðnum eftir mjög umdeild ummæli: Fékk óblíðar móttökur er hann sneri aftur – Sjáðu myndbandið

Hataður á vinnustaðnum eftir mjög umdeild ummæli: Fékk óblíðar móttökur er hann sneri aftur – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór tekur við af Mikael

Eggert Gunnþór tekur við af Mikael
433Sport
Í gær

Ein verstu kaup í sögu Arsenal en mun nú reyna fyrir sér hjá öðru stóru félagi

Ein verstu kaup í sögu Arsenal en mun nú reyna fyrir sér hjá öðru stóru félagi
433Sport
Í gær

Guardiola tjáir sig um orðrómana: ,,Veit ekki hvaðan þetta kemur“

Guardiola tjáir sig um orðrómana: ,,Veit ekki hvaðan þetta kemur“
433Sport
Í gær

Nágranninn bálreiður út í stórstjörnuna og sendir inn kvörtun: Segir hann vanvirða sitt einkalíf – ,,Hann sér inn í eldhúsið og garðinn“

Nágranninn bálreiður út í stórstjörnuna og sendir inn kvörtun: Segir hann vanvirða sitt einkalíf – ,,Hann sér inn í eldhúsið og garðinn“