fbpx
Mánudagur 05.ágúst 2024
433Sport

Ten Hag virðist ekki ætla að treysta á ungstirnið: ,,Hann á langt í land“

Victor Pálsson
Mánudaginn 5. ágúst 2024 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, viðurkennir að það séu ekki miklar líkur á að hann treysti á Harry Amass í vetur.

Amass er 17 ára varnarmaður sem hefur leikið með United á undirbúningstímabilinu en hann á enn langt í land að sögn Ten Hag.

Um er að ræða undrabarn sem kom til United frá Watford í fyrra en hann vonast sjálfur eftir því að fá tækifæri í vetur.

Ten Hag virðist ekki vera of sannfærður eins og er en viðurkennir að leikmaðurinn ungi sé að taka miklum framförum.

,,Ég sagði það um daginn, hann er efnilegur en hann þarf að bæta sig,“ sagði Ten Hag við heimasíðu United.

,,Á síðustu 12 dögum í æfingaferðinni hefur hann tekið stórt skref. Hann fékk alvöru próf sem varnarmaður og er að bæta sinn leik en það er enn langt í land.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool hló að tilboði Southampton – Gætu þurft að tvöfalda upphæðina

Liverpool hló að tilboði Southampton – Gætu þurft að tvöfalda upphæðina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndina sem margir eru agndofa yfir – Er jafn hávaxinn og stjarna sumarsins

Sjáðu myndina sem margir eru agndofa yfir – Er jafn hávaxinn og stjarna sumarsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nágranninn bálreiður út í stórstjörnuna og sendir inn kvörtun: Segir hann vanvirða sitt einkalíf – ,,Hann sér inn í eldhúsið og garðinn“

Nágranninn bálreiður út í stórstjörnuna og sendir inn kvörtun: Segir hann vanvirða sitt einkalíf – ,,Hann sér inn í eldhúsið og garðinn“