Manchester United þurfti að sætta sig við 3-0 tap gegn Liverpool er liðin áttust við í æfingaleik í nótt.
Leikið var í Bandaríkjunum en bæði lið eru að undirbúa sig fyrir komandi verkefni í ensku úrvalsdeildinni.
Það vantaði þónokkra leikmenn í bæði lið en Liverpool hafði betur 3-0 með mörkum úr kannski óvæntri átt.
Fabio Carvalho, Curtis Jones og Kostas Tsimikas sáu um að gera mörk Liverpool liðsins.
Hér má sjá mörkin úr viðureigninni.