Stórlið Chelsea er að verða sér til skammar að sögn fyrrum leikmanns félagsins, Frank Lebeouf.
Margir stuðningsmenn Chelsea eru vongóðir fyrir komandi tímabil en Enzo Maresca er þjálfari liðsins í dag.
Chelsea hefur eytt gríðarlegri upphæð í leikmenn á síðustu tveimur árum en sú eyðsla hefur ekki skilað sér hingað til.
Lebeouf er ekki hrifinn af verkefninu sem er í gangi á Stamford Bridge og hefur litla sem enga trú á liðinu fyrir komandi tímabil.
,,Það eru margir sem telja að Chelsea geti bara byrjað upp á nýtt á næsta tímabili en það er ekki að byrja upp á nýtt að eyða milljarð punda í leikmenn,“ sagði Lebeouf en Chelsea tapaði 4-2 gegn Manchester City í gær.
,,Félagið telur að það geti gert það sem það vill en sem fyrrum leikmaður þarna þá er þessi hegðun til skammar.“
,,Það eru gæði í leikmannahópnum en það eru nánast engir leiðtogar sem þú getur treyst á sem er helsta vandamálið.“