fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
433Sport

Forest vill fá mikilvægan starfsmann Arsenal – Mjög vinsæll á Emirates

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 22:00

Edu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal gæti mögulega verið að missa mikilvægan mann úr sínu teymi ef marka má frétt UOL í Brasilíu.

UOL segir að Nottingham Forest sé að horfa til Arsenal og vill ráða fyrrum leikmann Lundúnarliðsins, Edu, til starfa.

Edu hefur starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal undanfarin ár og er ansi vinsæll á meðal stuðningsmanna sem og leikmanna liðsins.

Evangelos Marinakis, eigandi Forest, ku vera mikill aðdáandi Edu og vill ráða hann inn sem sína hægri hönd fyrir komandi tímabil.

Það er launahækkun í boði fyrir Brasilíumanninn en það er nóg til af peningum hjá Forest og eigandanum, Marinakis.

Marinakis á meirihluta í þremur liðum í Evrópu en fyrir utan Forest eru það Olympiakos í Grikklandi og Rio Ave í Portúgal.

Edu myndi ekki bara starfa fyrir Forest heldur myndi ráða flestu sem fer fram hjá öllum þessum þremur félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjartsýni á Old Trafford – Málið gæti klárast í dag eða á morgun

Bjartsýni á Old Trafford – Málið gæti klárast í dag eða á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rýfur þögnina um myndböndin umdeildu: Opinberar að hann sé samkynhneigður – „Ég skammaðist mín mikið“

Rýfur þögnina um myndböndin umdeildu: Opinberar að hann sé samkynhneigður – „Ég skammaðist mín mikið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Það versta í 17 ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjóðverjarnir vilja Bellingham-bróðurinn

Þjóðverjarnir vilja Bellingham-bróðurinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Greenwood vill fyrrum liðsfélaga hjá United – „Hann er frábær maður“

Greenwood vill fyrrum liðsfélaga hjá United – „Hann er frábær maður“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Balotelli strax á förum