Dalvík/Reynir er fallið úr Lengjudeild karla eftir leik við Leikni í kvöld en liðið tapaði 2-1 á útivelli.
Aðeins tvær umferðir eru eftir og er Dalvík/Reynir með 13 stig í botnsætinu eftir 20 leiki.
Liðinu tókst aðeins að vinna tvo leiki af þessum 20 en gerði sjö jafntefli og tapaði þá 11.
Grótta hefur tapað fleiri leikjum á tímabilinu eða 12 en á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.
Grótta er með 16 stig, fimm stigum frá öruggu sæti en liðið vann Fjölni óvænt í dag, 2-1.
Það er skellur fyrir Fjölni sem hefði getað tryggt sér efsta sætið en liðið er nú einu stigi á eftir ÍBV.
Þór og ÍR áttust þá við en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.