fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Hundruð milljóna koma inn á bankabókina á Seltjarnarnesi vegna Orra

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 31. ágúst 2024 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru líklega fáir glaðari en forráðamenn knattspyrnudeildar Gróttu í gær þegar Orri Steinn Óskarsson framherji FCK var seldur til Real Sociedad á Spáni.

Fyrir Orra greiddi spænska liðið 20 milljónir evra eða rúma 3 milljarða íslenskra króna.

Grótta seldi Orra árið 2020 þegar hann var 16 ára gamall til FCK, samkvæmt heimildum 433.is lögðu forráðamenn Gróttu mikið upp úr því að hjálpa Orra út.

Félagið bað ekki um háa upphæð fyrir framherjann efnilega heldur setti inn klásúlu um verulega prósentu af næstu sölu. Sem nú hefur orðið að veruleika.

Hundruð milljóna munu því skila sér inn á reikninginn hjá Gróttu vegna viðskipta Orra. Félagið samdi vel við FCK og mun rekstur Gróttu vera mun bærilegri næstu árin með þessum peningum sem koma inn vegna sölu Orra.

Orri er tvítugur framherji sem mun nú reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samband Osimhen og Napoli í molum – Ekki skráður í hópinn

Samband Osimhen og Napoli í molum – Ekki skráður í hópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“

Saka var forvitinn í gær – ,,Hvern erum við að kaupa?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea og Arsenal lánuðu leikmenn til liða í úrvalsdeildinni

Chelsea og Arsenal lánuðu leikmenn til liða í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Sancho að ganga í raðir Chelsea

Sancho að ganga í raðir Chelsea
433Sport
Í gær

Myndband: Lygileg uppákoma í bresku sjónvarpi – Eistu birtust skyndilega á skjám allra landsmanna

Myndband: Lygileg uppákoma í bresku sjónvarpi – Eistu birtust skyndilega á skjám allra landsmanna