fbpx
Föstudagur 30.ágúst 2024
433Sport

Sérstök staða í íslenska landsliðinu – „Skrýtið hverjir passa og hverjir ekki“

433
Föstudaginn 30. ágúst 2024 18:30

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Orri Steinn Óskarsson sé einn eftirsóttasti sóknarmaður heims um þessar mundir velta menn því fyrir sér hvort hann byrji næstu landsleiki Íslands.

Orri, sem hefur farið á kostum með FC Kaupmannahöfn, er sennilega á leið til Real Sociedad í dag. Hann hefur þó byrjað á bekknum undanfarna þrjá landsleiki og Andri Lucas Guðjohnsen byrjað leikina.

Framundan eru leikir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni og voru þeir aðeins til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar á 433.is í dag.

„Er Andri Lucas senterinn okkar áfram?“ spurði Hörður Snævar Jónsson þar.

„Þetta er auðvitað skrýtið því við erum að tala um Orra sem einhvern eftirsóttasta framherja Evrópu,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson þá.

Hörður benti á að það héldist ekki alltaf í hendur, staða þín í landsliði og félagsliði.

„Alfreð Finnbogason var einu sinni markahæstur í Hollandi en sat á bekknum með landsliðinu,“ sagði hann.

„Heldur betur. Það er oft ótrúlega skrýtið hverjir passa inn í íslenska landsliðið og hverjir ekki – og í landslið almennt,“ skaut Helgi þá inn í.

Nánar var rætt um landsliðið og valið á hópnum fyrir komandi leiki í hlaðvarpinu, sem má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fer sennilega til nýliðanna eftir allt saman

Fer sennilega til nýliðanna eftir allt saman
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sterling klár í að leggja sig allan fram fyrir varaliðið

Sterling klár í að leggja sig allan fram fyrir varaliðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal staðfestir Neto – Ólíklegt að Sterling komi

Arsenal staðfestir Neto – Ólíklegt að Sterling komi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea færist nær því að fá Osimhen

Chelsea færist nær því að fá Osimhen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona er dráttur Víkinga: Mæta Gumma Tóta í Armeníu – Þrjú lið með Íslendingum í mæta Chelsea

Svona er dráttur Víkinga: Mæta Gumma Tóta í Armeníu – Þrjú lið með Íslendingum í mæta Chelsea
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Arsenal sé búið að selja Aaron Ramsdale

Staðfest að Arsenal sé búið að selja Aaron Ramsdale
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða Calvert-Lewin og Sancho gefur grænt ljós

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða Calvert-Lewin og Sancho gefur grænt ljós
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ward-Prowse fer frá West Ham í dag – Lánaður í Skírisskóg

Ward-Prowse fer frá West Ham í dag – Lánaður í Skírisskóg
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Todd Boehly lagar bókhaldið hjá Chelsea í dag – Franska liðið hans kaupir lítt þekkta stærð af Chelsea á haug af pening

Todd Boehly lagar bókhaldið hjá Chelsea í dag – Franska liðið hans kaupir lítt þekkta stærð af Chelsea á haug af pening