fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Sérstök staða í íslenska landsliðinu – „Skrýtið hverjir passa og hverjir ekki“

433
Föstudaginn 30. ágúst 2024 18:30

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Orri Steinn Óskarsson sé einn eftirsóttasti sóknarmaður heims um þessar mundir velta menn því fyrir sér hvort hann byrji næstu landsleiki Íslands.

Orri, sem hefur farið á kostum með FC Kaupmannahöfn, er sennilega á leið til Real Sociedad í dag. Hann hefur þó byrjað á bekknum undanfarna þrjá landsleiki og Andri Lucas Guðjohnsen byrjað leikina.

Framundan eru leikir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni og voru þeir aðeins til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar á 433.is í dag.

„Er Andri Lucas senterinn okkar áfram?“ spurði Hörður Snævar Jónsson þar.

„Þetta er auðvitað skrýtið því við erum að tala um Orra sem einhvern eftirsóttasta framherja Evrópu,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson þá.

Hörður benti á að það héldist ekki alltaf í hendur, staða þín í landsliði og félagsliði.

„Alfreð Finnbogason var einu sinni markahæstur í Hollandi en sat á bekknum með landsliðinu,“ sagði hann.

„Heldur betur. Það er oft ótrúlega skrýtið hverjir passa inn í íslenska landsliðið og hverjir ekki – og í landslið almennt,“ skaut Helgi þá inn í.

Nánar var rætt um landsliðið og valið á hópnum fyrir komandi leiki í hlaðvarpinu, sem má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“
433Sport
Í gær

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham
433Sport
Í gær

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“