Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og urðu vendingar í baráttunni um að komast upp um deild.
Afturelding skellti Njarðvík 4-1 og flýgur þar með upp í fjórða sætið, upp fyrir Njarðvík sem er í fimmta sætinu.
Keflavík vann þá 3-2 sigur á ÍBV og saxar á forskot Eyjamanna á toppnum, en nú skilur aðeins 1 stig liðin að.