Það eru fáir sem kannast við nafnið Yassime Cheuko en hann er fyrrum hermaður frá Bandaríkjunum.
Yassine eins og hann kýs að kalla sig er lífvörður Lionel Messi, leikmanns Inter Miami, og fyrrum leikmanns Barcelona og Paris Saint-Germain.
Yassine hefur verndað Messi í rúmlega ár eftir að Argentínumaðurinn mætti til Bandaríkjanna en samband hans við stórstjörnuna er afskaplega gott að eigin sögn.
,,Messi horfir ekki aðeins á mig sem lífvörð heldur vin, við ræðum saman og við hlæjum saman,“ sagði Yassine.
,,Hann er alltaf að bjóða mér í hádegismat og kemur mjög vel fram við mig. Þegar hann vann Ballon d’Or og við vorum í flugvélinni þá sagði hann mér að halda á verðlaununum sem ég samþykkti.“
,,Í fyrstu hélt ég að hann væri að biðja mig um að bera verðlaunin á annan stað en stuttu seinna sagði hann við son sinn og eiginkonu: ‘Sigurvegari Ballon d’Or í öryggisgæslu er Yassine.’
,,Þetta var fallegt augnablik og ég mun aldrei gleyma því, að heyra þetta frá besta leikmanni heims. Mér líður eins og ég sé hluti af hans fjölskyldu og reyni mitt besta til að vernda hann frá hættum lífsins.“