Ronaldo, sem spilar í dag með Al-Nassr í Sádi-Arabíu, hefur unnið keppnina fimm sinnum og hjálpaði hann til við dráttinn í dag. Áður en leikar hófust var slegið á létta strengi að vanda.
„Það er eitt vandamál með Cristiano, hann spilar ekki lengur í Meistaradeildinni, bestu keppni í heimi. En hann er reyndar sá eini í sögunni sem eldist ekki svo kannski fáum við að sjá hann í Meistaradeildinni aftur,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA, léttur í bragði á sviðinu í Mónakó í dag. Á hann þar við að í dag spilar Ronaldo í Asíu.
Ronaldo var ekki lengi að svara þessu.
„Ég spila í Meistaradeildinni, Meistaradeild Asíu. Þið megið ekki gleyma því,“ sagði Portúgalinn og uppskar hlátur viðstaddra.
Hér að neðan er myndband af þessu.