Grindavík og Þróttur R. gerðu 2-2 jafntefli í Lengjudeild karla í kvöld.
Ármann Ingi Finnbogason kom Grindvíkingum yfir snemma leiks en Unnar Steinn Ingvarsson og Kári Kristjánsson sneru dæminu við fyrir hlé.
Einar Karl Ingvarsson jafnaði svo leikinn fyrir Grindvíkinga þegar um 20 mínútur lifðu leiks og þar við sat.
Þróttur er í sjöunda sæti deildarinnar með 27 stig, 4 stigum frá umspilssæti. Grinadvík er sæti neðar með 2 stigum minna.