fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Lárus furðar sig á útskýringum landsliðsþjálfarans – „Get ekki betur skilið en að það sé betra fyrir Aron“

433
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson furðar sig á þeim útskýringum sem Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, gaf fyrir því að Aron Einar Gunnarsson væri ekki í leikmannahópi Íslands fyrir leiki gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Aron var ekki valinn í hópinn sem Hareide kynnti í gær. Hann gekk í raðir uppeldisfélagsins Þórs, sem spilar í Lengjudeildinni á dögunum. „Hann verður að koma sér í form til að geta komið sér í landsliðið, hann verður að spila á hærra getustigi en hjá Þór ef hann ætlar að koma í landsliðið,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í gær.

Lárus furðaði sig þó á þessu ef marka má færslu hans á X (áður Twitter). Hann bendir þar á að Aron hafi verið valinn í leiki gegn Lúxemborg og Slóvakíu í fyrra þegar hann var ekkert að spila með félagi sínu, Al-Arabi.

„Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl,“ skrifar Lárus.

Sem fyrr segir samdi Aron við Þór á dögunum og hefur hann spilað síðustu leiki. Það eru þó allar líkur eru á því að hann fari þó erlendis á næstu dögum. Hann er með möguleika í Belgíu og í Katar og færi þá á láni frá Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“
433Sport
Í gær

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham
433Sport
Í gær

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“