fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
433Sport

Fjögur stór félagaskipti klárast í dag – Ramsdale fer frá Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við því að minnsta kosti fjögur stór félagaskipti gangi í gegn í dag en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

Federico Chiesa ætti að verða leikmaður Liverpool í dag en hann kom til Bítlaborgarinnar í gær. Kaupverðið er um 12 milljónir punda frá Juventus.

Aaron Ramsdale fer í læknisskoðun hjá Southampton í dag en markvörðurinn frá Arsenal kostar í kringum 25 milljónir punda.

Það kom í ljós í gær að Ramsdale væri á förum frá Arsenal.

Manchester United ætti svo að ganga frá kaupum á Manuel Ugarte í dag en hann gekkst undir læknisskoðun á Old Trafford í gær.

Þá er allt klárt hjá Scott McTominay til að ganga í raðir Napoli á Ítalíu og er búist við að hann skrifi undir í dag. Kaupverðið er 25 milljónir punda frá Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lárus furðar sig á útskýringum landsliðsþjálfarans – „Get ekki betur skilið en að það sé betra fyrir Aron“

Lárus furðar sig á útskýringum landsliðsþjálfarans – „Get ekki betur skilið en að það sé betra fyrir Aron“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dregið í splunkunýrri Meistaradeild í dag – Svona eru styrkleikaflokkarnir

Dregið í splunkunýrri Meistaradeild í dag – Svona eru styrkleikaflokkarnir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon Arnar spilar í Meistaradeildinni á þessari leiktíð

Hákon Arnar spilar í Meistaradeildinni á þessari leiktíð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu vítavörslu Hákonar í enska deildabikarnum

Sjáðu vítavörslu Hákonar í enska deildabikarnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áhugaverður U21 landsliðshópur Ólafs Inga – 14 leika erlendis

Áhugaverður U21 landsliðshópur Ólafs Inga – 14 leika erlendis
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bregst við stóru fréttum helgarinnar af Orra – „Þá er það gott fyrir veskið hans en ekki gott fyrir mig“

Bregst við stóru fréttum helgarinnar af Orra – „Þá er það gott fyrir veskið hans en ekki gott fyrir mig“