fbpx
Fimmtudagur 29.ágúst 2024
433Sport

Arsenal skoðar nú markvörð í C-deildinni

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er að skoða markvörð enska C-deildarliðsins Wigan, samkvæmt frétt The Athletic í dag.

Nokkrir markverðir hafa verið orðaðir við Arsenal í sumar. Má þar nefna Dan Bentley hjá Wolves og Joan Garcia hjá Espanyol.

Samkvæmt The Athletic eru líkur á að Garcia mæti á svæðið ef Aaron Ramsdale, sem nú er kostur númer tvö í stöðu markvarðar á Emirates, fer. Hann er nú orðaður við Southampton.

Fyrir utan hann skoða Mikel Arteta og hans menn fleiri markverði og er þar á blaði hinn 22 ára gamli Sam Tickle hjá Wigan.

Wigan spilar í C-deildinni og var Tickle valinn leikmaður tímabilsins hjá liðinu í vor. Hann hefur spilað alla leiki liðsins það sem af er þessari leiktíð.

Það mætti því gera ráð fyrir að Tickle yrði þriðji markvörður til að byrja með, fari hann til Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fjögur stór félagaskipti klárast í dag – Ramsdale fer frá Arsenal

Fjögur stór félagaskipti klárast í dag – Ramsdale fer frá Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lárus furðar sig á útskýringum landsliðsþjálfarans – „Get ekki betur skilið en að það sé betra fyrir Aron“

Lárus furðar sig á útskýringum landsliðsþjálfarans – „Get ekki betur skilið en að það sé betra fyrir Aron“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri Steinn með stórstjörnum á áhugaverðum lista hjá frægu dagblaði

Orri Steinn með stórstjörnum á áhugaverðum lista hjá frægu dagblaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon Arnar spilar í Meistaradeildinni á þessari leiktíð

Hákon Arnar spilar í Meistaradeildinni á þessari leiktíð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áhugaverður U21 landsliðshópur Ólafs Inga – 14 leika erlendis

Áhugaverður U21 landsliðshópur Ólafs Inga – 14 leika erlendis
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bregst við stóru fréttum helgarinnar af Orra – „Þá er það gott fyrir veskið hans en ekki gott fyrir mig“

Bregst við stóru fréttum helgarinnar af Orra – „Þá er það gott fyrir veskið hans en ekki gott fyrir mig“