fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
433Sport

Margir bregðast við tíðindum gærkvöldsins og lofsyngja Alfreð – „Með tárin i augunum segi ég TAKK“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hreyfði við mörgum þau tíðindi í gærkvöldi að Alfreð Finnbogason hefði ákveðið að hætta að gefa kost á sér í íslenska landsliðið eftir mjörg farsælan feril.

Alfreð hefur verið stór hluti af íslenska landsliðinu um langt skeið og var í hópnum sem fór á Evrópumótið og Heimsmeistaramótið.

Alfreð var í minna hlutverki árið 2016 á EM en árið 2018 var hann lykilmaður og skoraði fyrsta mark Íslands á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Argentínu.

Mikið af fólki lætur ummæli falla við Instagram og Facebook færslu sem Alfreð setti inn í gærkvöldi og greindi frá þessu. „Takk elsku vinur fyrir ómetanlegt framtak,“ skrifar Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona á RÚV.

Getty Images

Kolleggi hennar á RÚV, Kristjana Arnarsdóttir tekur í svipaðan streng. „Geggjaður. Takk fyrir okkur,“ skrifar Kristjana.

Poppstjarnan Jón Jónsson þakkar fyrir sig. „Aðdáandi síðan á Mallorca ’98 og verð áfram um ókomna tíð. Takk,“ skrifar Jón til Alfreðs.

Móðir Alfreðs tekur einnig til máls. „Með tárin i augunum segi ég TAKK. Minningar um frábæran tíma þinn með landsliðinu, alla leikina sem ég sat STOLT í stúkunni í íslensku treyjunni hérlendis sem erlendis og elskaði það. Að horfa á landsleiki án þín verður ekki eins en áfram Þú ert FLOTTASTUR,“ skrifar Sesselja Pétursdóttir.

Getty Images

Samherjar Alfreðs úr landsliðinu leggja einnig orð í belg eins og sjá má hér að neðan.

Alfreð lék 73 leiki fyrir hönd Íslands og skoraði í þeim átján mörk en hann er  35 ára gamall og leikur með KAS Eupen í Belgíu í dag.

Albert Guðmundsson
Takk fyrir öll þessi ár 💙 þín verður sannarlega saknað

Freyr Alexandersson
Geggjaður. Alltaf. Í öllum hlutverkunum 🫡🇮🇸

Aron Einar Gunnarsson
Takk 😍🔥

Viktor Karl Einarsson
Takk fyrir okkur! Fyrirmynd

Bjarki Már Elísson
Takk fyrir okkur legend🙏🇮🇸🫶

Orri Steinn Óskarsson
fyrirmynd og legend, takk fyrir mig👑

Ísak Bergmann Jóhannesson
Legend. Takk fyrir alltaf að hjálpa okkur ungu strákunum. Ótrulegur landsliðferill.

Hákon Arnar Haraldsson
Alvöru toppmaður og fyrirmynd!❤️

Guðmundur Hreiðarsson:
Þú ert einn sá allra besti frá upphafi , sigurvegari , en umfram allt góður maður 🇮🇸🙏🇮🇸

Friðrik Ellert Jónsson
Takk kærlega fyrir allar frábæru stundirnar sem við höfum átt saman. Dásamlegar minningar sem við eigum og vonandi verða þær fleiri í framtíðinni ❤️
Þú getur heldur betur stígið stoltur frá borði 👑👏🙌

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið United litið út með komu Sterling og Chilwell

Svona gæti byrjunarlið United litið út með komu Sterling og Chilwell
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband af konunum vekur óhug – Létu hnefana tala og mörgum var brugðið

Myndband af konunum vekur óhug – Létu hnefana tala og mörgum var brugðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alfreð Finnbogason leggur landsliðskóna á hilluna – „Tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar“

Alfreð Finnbogason leggur landsliðskóna á hilluna – „Tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Í læknisskoðun hjá Arsenal en eiga eftir að ganga frá lausum endum

Í læknisskoðun hjá Arsenal en eiga eftir að ganga frá lausum endum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lars sendir hjartnæma kveðju til félaga síns sem féll frá í dag – „Alltaf sami hógværi og venjulegi maðurinn“

Lars sendir hjartnæma kveðju til félaga síns sem féll frá í dag – „Alltaf sami hógværi og venjulegi maðurinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir hvers vegna hann hafnaði gylliboðinu frá Sádi-Arabíu

Útskýrir hvers vegna hann hafnaði gylliboðinu frá Sádi-Arabíu
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina á Englandi – United fær slæma útreið en Chelsea stekkur upp um sjö sæti milli vikna

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina á Englandi – United fær slæma útreið en Chelsea stekkur upp um sjö sæti milli vikna
433Sport
Í gær

Sven-Göran Eriksson látinn eftir baráttu við krabbamein

Sven-Göran Eriksson látinn eftir baráttu við krabbamein