fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
433Sport

Yfirgnæfandi líkur á endurkomu Gylfa Þórs í landsliðið – Hópurinn kynntur á miðvikudag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. ágúst 2024 19:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirgnæfandi líkur eru á því að Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals verði í landsliðshópi Age Hareide fyrir leikina gegn Tyrklandi og Serbíu í Þjóðadeildinni.

Hareide mun kynna 23 manna hóp sinn fyrir leikina á miðvikudag.

Gylfi lék síðast með landsliðinu í október á síðasta ári en þá skoraði hann tvö mörk í sigri á Liechtenstein og varð þar með markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur KSÍ sent inn til Vals um að Gylfi sé á meðal þeirra sem koma til greina í hópinn. Þetta þarf KSÍ að gera nokkru áður en hópurinn er kynntur.

Yfirleitt eru það í kringum 40 leikmenn sem eru á slíkum lista og félagslið þeirra látin vita að leikmaðurinn komi til greina í næsta landsliðsverkefni.

Það verður þó að teljast líklegt að Gylfi Þór komi inn í landsliðshópinn núna en hann hefur ítrekað talað um að ástæða þess að hann sé enn í fótbolta sé til að spila fyrir landsliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: FH kom til baka og vann flottan sigur í Árbænum

Besta deildin: FH kom til baka og vann flottan sigur í Árbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Orri Steinn til Manchester City?

Orri Steinn til Manchester City?