fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
433Sport

Jón Dagur að semja við stórt félag í Þýskalandi – Er á leið í læknisskoðun

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 16:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is er Jón Dagur Þorsteinsson að ganga í raðir Hertha Berlin í Þýskalandi. Hann kemur til Berlin frá OH Leuven í Belgíu.

Hertha og Leuven hafa náð saman um kaupverðið og er íslenski landsliðsmaðurinn á leið í læknisskoðun.

Nokkur fjöldi liða hefur sýnt því áhuga á að kaupa kantmanninn öfluga í sumar en Hertha hefur náð samkomulagi og fer Jón Dagur þangað.

Hertha er sögufrægt félag í Þýskalandi en Eyjólfur Sverrisson gerði garðinn frægan hjá félaginu á árum áður.

Getty Images

Hertha Berlin leikur í næst efstu deild í Þýskalandi en liðið er með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Jón Dagur er 25 ára gamall en hann fór fyrst í atvinnumennsku árið 2018 en hann samdi þá við Fulham á Englandi. Hann spilaði svo í Danmörku áður en hann fór til Leuven í Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Pressan magnast eftir úrslit gærdagsins – ,,Sérstaklega fyrir næsta leikinn“

Pressan magnast eftir úrslit gærdagsins – ,,Sérstaklega fyrir næsta leikinn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fór til Portúgals eftir höfnun frá Chelsea

Fór til Portúgals eftir höfnun frá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur í atvinnumennsku eftir skelfilega áras: Stunginn í höfuðið af glæpamönnum – Á að baki enska landsleiki

Snýr aftur í atvinnumennsku eftir skelfilega áras: Stunginn í höfuðið af glæpamönnum – Á að baki enska landsleiki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Frábær sigur Arsenal á Villa Park

England: Frábær sigur Arsenal á Villa Park
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lengjudeildin: Grindavík skoraði sjö mörk – ÍBV tapaði í Eyjum

Lengjudeildin: Grindavík skoraði sjö mörk – ÍBV tapaði í Eyjum
433Sport
Í gær

Telja að Raphinha sé betri fyrirliði en reynslumesti leikmaður liðsins – Margir steinhissa

Telja að Raphinha sé betri fyrirliði en reynslumesti leikmaður liðsins – Margir steinhissa
433Sport
Í gær

Manchester City lenti óvænt undir – Skoruðu svo þrjú á fjórum mínútum

Manchester City lenti óvænt undir – Skoruðu svo þrjú á fjórum mínútum
433Sport
Í gær

Lukaku kveður Chelsea

Lukaku kveður Chelsea
433Sport
Í gær

Næsti Yaya Toure að semja við Manchester United

Næsti Yaya Toure að semja við Manchester United