fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
433Sport

Jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – „Ótrúlegir hlutir framundan hér“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 23. ágúst 2024 10:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, mun setjast niður með forráðamönnum félagsins og ræða nýjan samning um leið og félagaskiptaglugganum verður skellt í lás. Frá þessu sagði hann í dag.

Arteta er á leið inn í lokaár samings síns hjá Arsenal en talið er að hann muni án efa skrifa undir nýjan. Spánverjinn hefur gjörbreytt liði Arsenal síðan hann tók við fyrir tæpum fimm árum. Undanfarin tvö tímabil hefur liðið verið í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.

„Einbeitingin hefur verið á félagaskiptagluggann og það hefur verið mikið að gera. Við munum koma okkur að hinu þegar tími gefst,“ segir Arteta.

„Ég er mjög þakklátur fyrir staðinn sem ég er á og allt fólkið sem ég vinn með á hverjum degi. Svona anda, traust og trú á verkefninu er erfitt að finna. Ég held að það séu ótrúlegir hlutir framundan hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er við það að verða leikmaður Manchester United

Er við það að verða leikmaður Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer frá Brighton til Ítalíu

Fer frá Brighton til Ítalíu
433Sport
Í gær

Svona áttu að bera nöfn stjarnanna í enska boltanum fram – Netverjar steinhissa á þessu nafni

Svona áttu að bera nöfn stjarnanna í enska boltanum fram – Netverjar steinhissa á þessu nafni
433Sport
Í gær

Sádar bjóða í manninn sem er í frystikistu Pep

Sádar bjóða í manninn sem er í frystikistu Pep