fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2024
433Sport

Sara Björk segir þetta algengan misskilning um skref sitt til Sádi-Arabíu – „Það er alls ekki þannig“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir ræðir heldur óvænt skref sitt til Al-Qadsiah Sádi-Arabíu á dögunum í viðtali við Morgunblaðið í dag. Ræðir hún til að mynda menninguna í landinu, en hún segist ekki enn hafa upplifað það að það halli á sig þar sem konu, en kvenréttindi í Sádí hafa oft verið harðlega gagnrýnd.

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki langt síðan konur máttu keyra bíl hérna eða fara sjálfar í bankann. Sjálf hef ég ekki enn upplifað það að það halli á konur hérna úti og það hefur víst mikið breyst hérna á undanförnum árum, er mér sagt. Konur hérna eru orðnar mun sjálfstæðari en þær voru og það hefur margt breyst til hins betra. Á sama tíma eru ákveðin lög og reglur hérna sem við erum ekki vön á Vesturlöndunum. Ég get ekki breytt lögum eða reglum í Sádi-Arabíu en ég get hins vegar reynt að breyta viðhorfi fólks í landinu til kvennafótboltans. Það vöruðu mig margir við því að fara þangað og margir spurðu mig til dæmis hvort ég þyrfti ekki að hylja á mér andlitið ef ég væri að fara að búa í Sádi-Arabíu. Það eru margir sem hafa skoðun á landinu og hafa kannski myndað sér þessa skoðun í gegnum fréttir og fjölmiðla. Ég er þannig gerð að ég vil upplifa hlutina, menninguna og fólkið. Við Árni fórum til Sádi-Arabíu með opnum hug. Þetta er ákveðið ævintýri og fyrir mitt leyti hefur það verið mjög gefandi að vera í kringum stelpurnar í liðinu mínu, og fræðandi líka,“ segir Sara meðal annars í viðtalinu.

Sara segir jafnframt umræðu um laun sín í Sádi-Arabíu oft á tíðum hafa verið á villigötum. Áfangastaðurinn hafi hins vegar tikkað í mikilvæg box fyrir fjölskyldu hennar.

„Ég fékk góðan samning hérna en á sama tíma samning sem ég tel mig eiga skilið. Það hafa einhverjir talað um að ég sé á þannig launum hérna að ég geti bara farið á eftirlaun þegar ferlinum lýkur og þurfi ekki að vinna aftur. Það er alls ekki þannig. Ég er klárlega með góðan samning en það þurfa aðrir hlutir að smella, fyrir okkur fjölskylduna. Árni þarf að geta stundað sína vinnu líka og Ragnar Frank þurfti að komast inn á góðan leikskóla. Sádi-Arabía tikkaði í þessi box hjá okkur. Það er ekki hægt að taka launin mín hérna úti og bera þau saman við það sem margir leikmenn karlamegin, sem eru að koma hingað frá Evrópu, fá. Þetta er langt í frá að vera sambærilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingur reyndi ekki að fá Gylfa – „Það var bara orðrómur“

Víkingur reyndi ekki að fá Gylfa – „Það var bara orðrómur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Orri orðaður við stórlið á Spáni í dag

Orri orðaður við stórlið á Spáni í dag
433Sport
Í gær

Færa leikinn vegna hins skelfilega slyss í gær

Færa leikinn vegna hins skelfilega slyss í gær
433Sport
Í gær

Tekjudagar DV: Katrín gefur kærastanum ekkert eftir og er launahæsta konan

Tekjudagar DV: Katrín gefur kærastanum ekkert eftir og er launahæsta konan
433Sport
Í gær

Skilur ekki hugsun leikmanna: Eiga ekki að semja við þetta félag – ,,Af hverju myndirðu fara þangað?“

Skilur ekki hugsun leikmanna: Eiga ekki að semja við þetta félag – ,,Af hverju myndirðu fara þangað?“
433Sport
Í gær

Hættur að spila með þýska landsliðinu

Hættur að spila með þýska landsliðinu