fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2024
433Sport

Kröfu KR hafnað og leikurinn fer fram í kvöld

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 09:58

Kórinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hafnað kröfu KR um að fá dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla.

Leikurinn átti að fara fram 8.ágúst en gat ekki farið fram þar sem annað markið í Kórnum var brotið.

Ákveðið var að fresta leiknum þar til í kvöld en það sætti KR sig ekki við. Félagið áfrýjaði úrskurði Aganefndar KSÍ um að leikurinn ætti að fara fram en nú hefur kröfu þeirra verið vísað frá og fer leikurinn fram í Kórnum í kvöld.

Af heimasíðu KSÍ

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli nr. 2/2024. Hefur dómstóllinn staðfest hinn áfrýjaða úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli nr. 8/2024 um að hafna kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Staðfesti dómurinn þannig einnig niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar um að hafna kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma.

Úr dómsniðurstöðu í máli nr. 2/2024:
[…] Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur lögsögu yfir þeim málefnum, sem koma upp innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands og varða lög og reglur þess eftir því sem við á. Skal nefndin byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KSÍ, sbr. grein 2.1 reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í reglugerð KSÍ um áfrýjunardómstól KSÍ segir í grein 2.1 að áfrýjunardómstóll KSÍ skuli byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KSÍ. Með vísan til fyrrgreindra ákvæða liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstóll KSÍ eru bundin af ákvæðum laga og reglugerða KSÍ í úrlausnum sínum. Tekur dómurinn undir sjónarmið í hinum áfrýjaða úrskurði að viðhlítandi viðurlagaheimild þurfi að liggja til grundvallar því að úrslitum leiks sé breytt. Að mati dómsins liggur ekki fyrir viðhlítandi lagastoð til að verða við kröfu áfrýjanda enda verði aðstæður, sem upp komu í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst, ekki heimfærðar á skýra og ótvíræða heimild til að dæma um úrslit leiks. Er aðalkröfu áfrýjanda um að KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK því hafnað.

[…] Að mati dómsins liggur ljóst fyrir að dómari fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst tók ákvörðun um fresta leiknum og bera gögn málsins það skýrlega með sér að ófullnægjandi vallaraðstæður hafi valdið því. Nánar tiltekið hafi markstöng á öðru marki í Kórnum reynst brotin og hafi starfsfólki vallarins ekki tekist að bæta úr því. Að mati dómsins er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins hafi það legið fyrir mótanefnd KSÍ að taka ákvörðun um afdrif leiksins enda falli það innan ákvörðunvalds nefndarinnar að taka m.a. ákvörðun um niðurröðun leikja og taka ákvörðun um hvenær frestaðir leikir skuli settir á að nýju, sbr. einnig 4. grein starfsreglna nefndarinnar. Samkvæmt orðanna hljóðan skal við þær aðstæður þegar leikur hefur farist fyrir áður en hann var flautaður á, leikurinn fara fram næsta dag sem fær þykir og við verður komið, sbr. niðurlagi greinar 15.6. Telur dómurinn því liggja fyrir að mótanefnd KSÍ hafi verið tækt með vísan til greinar 15.6 að finna leik HK og KR nýjan leikdag þann 22. ágúst nk., enda hafi sú ákvörðun fyllilega rúmast innan þess valdsviðs sem nefndinni er sett skv. lögum og reglugerðum KSÍ. Er kröfu áfrýjanda, um að ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leiknum nýjan leiktíma verði ómerkt, því hafnað.

[…] Með vísan til forsendna í hinum kærða úrskurði aga- og úrskurðarnefndar er kröfu áfrýjanda um að meðan mál þetta er til lykta leitt verði leik HK og KR í Bestu deild karla, sem settur hefur verið á 22. ágúst frestað, vísað frá.

Dómurinn hafnar varakröfu áfrýjanda um að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar verði felldur úr gildi og nefndinni verði gert að taka málið til efnislegrar meðferðar en áfrýjandi rökstyður þá kröfu sína ekki frekar í áfrýjun sinni. Að mati dómsins liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd tók málið til efnislegrar meðferðar eins og fyrirliggjandi úrskurður nefndarinnar í máli nr. 8/2024 ber skýrlega með sér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði 24 mörk í fyrra en leggur nú skóna á hilluna

Skoraði 24 mörk í fyrra en leggur nú skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákveðinn í að bæta sig eftir slæmt klúður á föstudaginn

Ákveðinn í að bæta sig eftir slæmt klúður á föstudaginn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri orðaður við stórlið á Spáni í dag

Orri orðaður við stórlið á Spáni í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City búið að finna arftaka Alvarez

City búið að finna arftaka Alvarez
433Sport
Í gær

Margir gapandi hissa eftir þetta myndband sem birtist frá Old Trafford

Margir gapandi hissa eftir þetta myndband sem birtist frá Old Trafford
433Sport
Í gær

Staðfesta loks komu Gallagher til spænsku höfuðborgarinnar

Staðfesta loks komu Gallagher til spænsku höfuðborgarinnar
433Sport
Í gær

Tekjudagar DV: Katrín gefur kærastanum ekkert eftir og er launahæsta konan

Tekjudagar DV: Katrín gefur kærastanum ekkert eftir og er launahæsta konan
433Sport
Í gær

Fabregas að næla í fyrrum liðsfélaga

Fabregas að næla í fyrrum liðsfélaga