Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is er Jóhann Berg Guðmundsson mættur til Sádí Arabíu og mun skrifa undir samning við Al-Orobah FC þar í landi.
Jóhann Berg kemur til liðsins frá Burnley en hann skoraði eitt mark í 5-0 sigri liðsins á Cardiff um liðna helgi.
Samkvæmt heimildum 433.is flaug Jóhann til Sádí Arabíu í dag og er að ganga frá sínum málum.
Ofurdeildin í Sádí Arabíu fer af stað um helgina og mæta Jóhann og félagar þá Al-Ahli en samkvæmt heimildum 433.is ætti Jóhann að vera löglegur í þeim leik.
Al-Orobah eru nýliðar í úrvalsdeildinni í Sádí Arabíu en í liðinu er meðal annars Vurnon Anita fyrrum varnarmaður Newcastle og fleiri liði.
Samkvæmt heimildum 433.is hafa forráðamenn Al-Orobah lagt mikla áherslu á að fá Jóhann.
Jóhann ætlaði að yfirgefa Burnley í sumar en samdi að lokum við félagið á nýjan leik í júlí, nú er hins vegar ljóst að rúmlega átta ára dvöl hans hjá Burnley er á enda.
Jóhann er 33 ára gamall og hefur leikið með AZ Alkmaar, Charlton og Burnley á ferli sínum í atvinnumennsku. Hann verður fyrsti íslenski karlmaðurinn sem spilar í Sádí Arabíu en Sara Björk Gunnarsdóttir samdi þar á dögunum.
Mikill uppgangur hefur verið í fótboltanum í Sádí Arabíu síðustu árið og miklir fjármunir verið í boði fyrir leikmenn sem spilar þar.