fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
433Sport

Sterling ekki valinn í leikmannahóp Chelsea – Teymið bíður eftir útskýringum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 15:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, leikmaður Chelsea, var ekki valinn í leikmannahóp liðsins fyrir leik gegn Manchester City í dag.

Það var Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, sem tók þá ákvörðun sem hefur heldur betur vakið athygli á meðal netverja.

Sterling er ein stærsta stjarna Chelsea en hann og umboðsteymi hans eru ekki ánægð með ákvörðun Maresca.

Chelsea hefur leik eftir um hálftíma gegn ensku meisturunum en Sterling kom einmitt til liðsins frá City.

,,Raheem Sterling er samningsbundinn Chelsea næstu þrjú árin. Hann átti gott undirbúningstímabil undir nýjum þjálfara og samband þeirra er gott,“ kom fram í tilkynningu frá teymi Sterling.

Teymið fer svo út í stöðuna í dag og vonast eftir því að fá jákvæðar útskýringar á þessari ákvörðun Maresca fyrr frekar en seinna.

Fabrizio Romano, blaðamaðurinn virti, birti færsluna í heild sinni en hana má lesa hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fernandes segist hafa hafnað öðru félagi – ,,Þeir vissu að það væri möguleiki að ég væri á förum“

Fernandes segist hafa hafnað öðru félagi – ,,Þeir vissu að það væri möguleiki að ég væri á förum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telur að pressan gæti orðið gríðarleg á Old Trafford – Leikmannakaupin í öðrum klassa

Telur að pressan gæti orðið gríðarleg á Old Trafford – Leikmannakaupin í öðrum klassa
433Sport
Í gær

Varð fyrir hræðilegum meiðslum í opnunarleik liðsins í úrvalsdeildinni

Varð fyrir hræðilegum meiðslum í opnunarleik liðsins í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Gæti fengið annan séns í Manchester – ,,Hann fær að æfa með okkur“

Gæti fengið annan séns í Manchester – ,,Hann fær að æfa með okkur“