Grindavík bauð upp á ótrúlega endurkomu í Lengjudeild karla í dag er liðið spilaði við Leikni Reykjavík.
Útlit var fyrir að Leiknir myndi fagna sigri í leiknum en staðan var 1-3 fyrir gestunum er 88 mínútur voru komnar á klukkuna.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson minnkaði þá muninn fyrir heimamenn sem áttu enn von á að ná í stig.
Daniel Ndi sá um að tryggja það stig en hann kom boltanum í netið á 93. mínútu í ótrúlegum leik sem lauk með 3-3 jafntefli.
ÍR og Njarðvík gerðu þá 1-1 jafntefli og Dalvík/Reynir þurfti að sætta sig við 3-1 tap í Keflavík.