Igor Bjarni Kostic er nýr þjálfari Gróttu í Lengjudeild karla en þetta staðfesti félagið í gær.
Um er að ræða efnilegan þjálfara sem er sonur Luka Kostic sem gerði garðinn frægan hér heima bæði sem leikmaður og þjálfara.
Igor hefur þjálfað erlendis sem og hjá liðum hér heima en hann mun stýra Gróttu í næsta leik á morgun.
Grótta er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni en Chris Brazell var rekinn frá félaginu fyrir nokkrum dögum.
Igor hóf þjálfaraferilinn hjá KR og Val áður en hann færði sig yfir til Noregs og samdi við Ull/Kisa þar í landi.