fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
433Sport

Höddi Magg kveikir bál nú þegar ballið fer að byrja – „18 milljarðar fyrir hann er grín“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. ágúst 2024 09:30

Hörður Magnússon er einn þekktasti íþróttafréttamaður þjóðarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, einn færasti íþróttalýsandi Íslands hefur kveikt í Arsenal samfélaginu á Íslandi nú þegar enska úrvalsdeildin fer af stað í dag.

Hörður lét ummælin falla í Chess after dark en Hörður hefur ekki trú á því að Arsenal geti orðið enskur meistari.

„Mér finnst Arsenal vanta afgerandi leikmann, fullkomlega afgerandi sem City hefur, Liverpool hefur haft,“ segir Hörður um stöðu mála hjá Arsenal.

Hann segir Arsenal ekki hafa neinn heimsklassa leikmann og það geti reynst dýrkeypt.

„Bukayo Saka er fínn en ekki heimsklassi, Declan Rice er fínn en ekki heimsklassa. Martin Odegaard er mitt á milli, mér finnst hann góður. Martinelli þarf að stíga upp.“

„Við sáum á EM hversu takmarkaður Declan Rice er, 100 milljónir punda fyrir hann er grín.“

Hörður er þó á því að Arsenal hafi sterka vörn en hún vinni ekki endilega titla.

„Þeir eru með bestu vörnina, það er sagt oft að vörn vinni titla. Ég er ekki sammála því, hún er fín með en þegar Arsenal á móti City í fyrra að ná ekki að keyra á það. Spila upp á jafntefli á Ethiad, það vantar meiri hugrekki í Arteta. Ég held að það muni halda áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Frábær útisigur Breiðabliks

Besta deildin: Frábær útisigur Breiðabliks
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Albert skrifar undir lánssamning – Læknisskoðun um helgina

Albert skrifar undir lánssamning – Læknisskoðun um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingur einum leik frá riðlakeppninni

Sambandsdeildin: Víkingur einum leik frá riðlakeppninni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bournemouth hættir við Nketiah en það er annar möguleiki

Bournemouth hættir við Nketiah en það er annar möguleiki