fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
433Sport

Glugginn lokaði á Íslandi í gær – Presturinn í Vesturbæinn en þó ekki strax og Davíð Viðars hlóð símann átta sinnum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði í gær en það var ekki mikið um stórtíðindi þó margt áhugavert hafi átt sér stað.

Mörg lið voru að rembast eins og rjúpan við staurinn til að reyna að styrkja hópa sína en einhverjum mistókst það og öðrum ekki.

Það fór smá bolti af stað í gærkvöldi en KA keypti þá Dag Inga Valsson af Keflavík sem gerir átján mánaða samning við félagið.

Á sama tíma ákvað KA að leyfa Ingimar Torbjörnsson Stöle að fara á láni til FH en Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH þurfti að hlaða símann átta sinnum í gær þegar hann var að leita að hægra bakverði.

HK tókst að styrkja lið sitt seint í gærkvöldi en Tarek Shihab kom til liðsins frá Gróttu. Leiknir var svo tilbúið að selja Oumar Sowe til Fylkis en leikmaðurinn afþakkaði það. Sowe verður samningslaus í haust og fer þá frítt frá Leikni.

Valur og KR reyndu að kaupa Gísla Gottskálk Þórðarson frá Víkingi en var sagt að leita annað.

Gunnar Gunnarsson ákvað að yfirgefa Álftanes og samdi við Grindavík í gær. Matthias Præst samdi við KR en kemur þó ekki fyrr en eftir tímabilið en Fylkir neitaði að losa hann.

ÍA fékk U17 ára landsliðsmanninn Jón Breki Guðmundsson frá KFA og Njarðvík fór alla leið til Brasilíu og sótti sér Marcelo Deverlan sem er miðvörður.

Leiknir krækti sér svo í Dusan Brkovic frá FH en það voru nokkuð óvænt skipti.

Mörg félög reyndu að krækja í leikmenn en mistókst en í dag gæti þó komið í ljós að einhver þeirra náðu því. Vitað er að Samúel Samúelsson formaður Vestra reyndi og reyndi að sækja leikmenn en óvíst er hvort það hefur tekist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Engin sérmeðferð fyrir Mbappe – ,,Þarf að gera eins og allir aðrir“

Engin sérmeðferð fyrir Mbappe – ,,Þarf að gera eins og allir aðrir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhyggjufullir eftir hrikalega frammistöðu í síðasta æfingaleiknum – Fengu skell heima fyrir

Áhyggjufullir eftir hrikalega frammistöðu í síðasta æfingaleiknum – Fengu skell heima fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Præst til KR eftir tímabilið

Præst til KR eftir tímabilið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Börsungar að verða verðulega þreyttir og nálægt því að gefast upp

Börsungar að verða verðulega þreyttir og nálægt því að gefast upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Flýgur aftur til Englands í kvöld en fær ekki að æfa með Chelsea

Flýgur aftur til Englands í kvöld en fær ekki að æfa með Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sögusagnir í gangi um að City sé á eftir Diaz – Þeir neita að samkomulag sé í hús

Sögusagnir í gangi um að City sé á eftir Diaz – Þeir neita að samkomulag sé í hús