Brentford vill fá 60 milljónir punda fyrir Ivan Toney en Independent fjallar um málið og segir Manchester United og Chelsea hafi áhuga.
Toney er 28 ára gamall en hann er samningslaus á næstu leiktíð og vill ekki gera nýjan samning.
Independent segir að bæði United og Chelsea hafi áhuga á Toney en líklega komi ekkert tilboð strax.
Independent segir að bæði félög íhugi að reyna að fá Toney á láni en verði þá að kaupa hann næsta sumar.
Brenetford gæti þurft að gefa eftir undir lok gluggans og sætta sig við lægra verð í stað þess að Toney fari frítt næsta sumar.