Markus Herman fyrirliði Kalmar AIK í sænska boltanum berst við krabbamein og brast í grát þegar hann sá hvað liðsfélagar hans höfðu gert til að styðja hann.
Herman hefur háð harða baráttu við krabbamein og í lyfjameðferðinni missti hann hár sitt.
Spilaður var styrktarleikur á dögunum og ákváðu allir leikmenn Kalmar að raka af sér hárið til að styðja við Herman.
Herman mætti svo í búningsklefa liðsins þar sem hann brast í grát við að sjá samstöðuna hjá liðsfélögum sínum.
Samstaðan var mikil þar sem allir féllust í faðma eins og sjá má hér að neðan.
An incredible video. 🥹
Players from the Swedish club Kalmar AIK FK have shaved their hair in support of the club captain Markus Herman, who is suffering from cancer.
Hope he gets well soon! 💙
pic.twitter.com/Y5RieFp8SW— Football Away Days (@FBAwayDays) August 12, 2024