fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
433Sport

Chris Brazell rekinn frá Gróttu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 21:37

Chris Brazell / Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Brazell hefur verið rekinn sem þjálfari Gróttu í Lengjudeild karla en frá þessu er greint í kvöld.

Brazell er Englendingur og hafði gert fína hluti með Gróttu en tímabilið í sumar hefur ekki verið nógu gott.

Grótta er á botni deildarinnar með 13 stig, jafn mörg stig og Dalvík/Reynir sem er með betri markatölu.

Grótta er með verstu markatöluna í Lengjudeildinni og tapaði heima gegn einmitt Dalvík/Reyni í gær.

Brazell hefur nú fengið sparkið frá félaginu sem vonast til að halda sér uppi í næst efstu deild í sumar.

Englendingurinn hefur þjálfað hjá Gróttu frá 2019 en hann byrjaði starf í yngri flokkum félagsins.

Tilkynning Gróttu:

Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu hefur ákveðið að Chris Brazell láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla. Stjórn telur nauðsynlegt að ráðast í breytingar á þessum tímapunkti en Gróttuliðið er í harðri fallbaráttu nú þegar fjórðungur er eftir af Lengjudeildinni.

Chris Brazell tók til starfa hjá Gróttu í árslok 2019 og hefur síðan þá unnið mikið og gott starf fyrir félagið. Chris var yfirþjálfari yngri flokka í þrjú ár, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í eitt tímabil og er nú á sínu þriðja tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Allan sinn tíma hjá Gróttu lagði Chris ríka áherslu á að bæta starfsumhverfi þjálfara og auka fagmennsku í starfi knattspyrnudeildar.

Hann er óhræddur við að fara nýjar og spennandi leiðir í þjálfun og hefur verið öðrum þjálfurum innblástur í þeim efnum. Ferskir vindar blésu um Vivaldivöllinn með komu Chris og honum tókst sannarlega að setja mark sitt á félagið.

Grótta þakkar Chris innilega fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Tilkynnt verður um nýjan þjálfara meistaraflokks karla innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra

Moldríku eigendurnir vilja eignast annað félag – Mun kosta 100 milljónir evra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid

Áfall fyrir Arsenal – Mikil pressa frá Real Madrid
433Sport
Í gær

Reyndu að hafa áhrif á hann er þeir hittust á dögunum en allt kom fyrir ekki

Reyndu að hafa áhrif á hann er þeir hittust á dögunum en allt kom fyrir ekki
433Sport
Í gær

Carragher tjáir sig um ákvörðun Trent – Aðallega svekktur út af þessu

Carragher tjáir sig um ákvörðun Trent – Aðallega svekktur út af þessu
433Sport
Í gær

Áhugaverður ársreikningur í Kópavogi opinberaður – Tap upp á meira en 100 milljónir

Áhugaverður ársreikningur í Kópavogi opinberaður – Tap upp á meira en 100 milljónir