fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Neitar að tala við systur sína sem særði fjölskylduna verulega: Nálægt því að skemma hjónabandið tvisvar – ,,Hún sagði ekkert við mig“

433
Laugardaginn 10. ágúst 2024 16:30

Lauryn er hér til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systir hinnar umdeildu Lauryn Goodman hefur engan áhuga á að tala við hana eða fyrirgefa henni fyrir það sem hún gerði Walker fjölskyldunni í tvígang.

Lauryn er ansi umdeild á Englandi en hún hefur tvívegis verið nálægt því að skemma hjónaband enska landsliðsmannsins Kyle Walker og eiginkonu hans, Annie Kilner.

Walker er alveg jafn sekur í málinu en hann er giftur Annie og hefur allavega tvisvar haldið framhjá eiginkonu sinni með Lauryn sem varð til þess að þau eignuðust tvö börn saman.

Chloe Goodman, systir Lauryn, er ekki tilbúin að fyrirgefa systur sinni fyrir þessa hegðun og er í raun ekki víst að þeirra samband muni á einhverjum tímapunkti ná fullum bata.

,,Ég held að þetta snúist ekki bara um fyrirgefningu, þetta snýst um tímasetningu. Ég er ekki tilbúin í að setjast niður og ræða hlutina við hana,“ sagði Chloe.

,,Ég er viss um að tilfinningarnar myndu taka yfir, ég yrði reið og gæti sagt hluti sem ég myndi sjá eftir.“

,,Ég var í losti eftir að hafa komist að því að hún væri ófrísk í annað sinn því ég vissi ekki að þau hefðu byrjað sambandið aftur.“

,,Ég ræddi ekki við Kyle eða spurði hann hvort hann væri að hitta systur mína því ég bjóst við því að ekkert væri í gangi.“

,,Lauryn sagði ekkert við mig og vegna þess þá hef ég enga samúð með henni eða Kyle í þessu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“