Aron Einar Gunnarsson er að mæta aftur heim en hann hefur náð samkomulagi við Þór.
Landsliðsfyrirliðinn hefur leikið í atvinnumennsku nánast allan sinn feril og fer líklega aftur út síðar á árinu.
433.is ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, um endurkomu Arons í dag og hafði hann þetta að segja.
,,Það er mikið búið að ræða þetta og margir hafa velt þessu fyrir sér svo það er fínt að þetta sé orðið klárt,“ sagði Sigurður.
,,Það voru stór spurningamerki í kringum margt varðandi þetta hvort hann yrði heill og gæti tekið einhvern þátt þegar hann kæmi.“
,,Ég geri ráð fyrir því að hann taki einhvern þátt en geri ekki ráð fyrir því að hann byrji leik alveg strax. Vonandi tekur hann einhvern þátt í næsta leik.“
Nánar er rætt við Sigurð hér.