fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
433Sport

Ítarlegt viðtal við Alfreð um nýtt starf í Kópavoginum – „Voru hreinskilnir sem ég ræddi við að menn hefðu misst augun af boltanum síðustu ár“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 16:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason var í dag kynntur sem tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðablik en þessi atvinnumaður í knattspyrnu mun veita félaginu fagleg ráð til að byrja með. Ekki er útilokað að Alfreð komi inn í fullt starf hjá félaginu þegar hann hættir sjálfur að spila.

Alfreð er í dag leikmaður Eupen í Belgíu og ætlar sér hið minnsta að spila eitt ár í viðbót og útilokar ekki að þau verði fleiri.

„Við áttum okkar fyrstu spjöll fyrir 2-3 vikum, ég ræddi þá við aðila frá Breiðablik. Ég sagði mína skoðun hvernig ég sé hlutina utan frá, ég hef verið áhorfandi. Það hefur verið mikið upp og niður hjá knattspyrnudeildinni síðustu ár. Þeir vildu fá mig inn í hlutverk þegar þess þarf, mér fannst það henta mjög vel og náðum góðu samkomulagi,“ segir Alfreð í áhugaverðu spjalli við 433.is sem má heyra í heild hér að neðan.

Alfreð Finnbogason
play-sharp-fill

Alfreð Finnbogason

Alfreð segir starfið felast í því að ráðleggja þeim sem ráða þegar taka þarf ákvarðanir. „Það felst í það að vera ráðgjafi varðandi fótboltalegar ákvarðanir, byggja upp stefnu. Að félagið fari í það að spila ungum leikmönnum og selja þá út, þeir voru hreinskilnir sem ég ræddi við að menn hefðu misst augun af boltanum síðustu ár. Þú vaknar með lið sem er meðalaldur yfir 30 árin, þeir vilja hafa aðgang að mér og minni skoðun. Að ég geti hjálpað þeim, ég tel mig geta það. Þegar gamli uppeldisklúbburrinn kemur þá hjálpar maður ef maður getur.“

Félagið vill reyna að yngja upp leikmannahóp sinn og fá uppalda Blika til að koma í það. „Það hafa allir sagt sína skoðun, það eru margir uppaldir Blikar sem fóru út og komu aftur heim og fóru í annað lið. Það eru margir uppaldir leikmenn í liðinu í dag, að íslenskir leikmenn sem koma heim skoða hvar besti möguleikinn er að spila. Þær stöður eru kannski stundum blokkeraðar, þetta snýst um að það geta boðið þessum ungu leikmönnum upp á plan.“

Alfreð segir samtalið ekki hafa farið svo langt að ræða hvort hann komi einn daginn inn í meira starf. „Við fórum ekkert svo langt, þetta snerist um hvernig ég gæti komið inn í mínum aðstæðum. Það var klárt frá minni hlið að ég er með eins árs samning í Belgíu og ég vil klára þann samning. Á þessum aldri í fótbolta tekur maður eitt ár í einu, maður tekur stöðuna svo eftir ár. Við gerum samning okkar á milli um að ég verði til staðar í þeim aðstæðum sem ég er í erlendis. Ef aðstæður breytast hjá mér þá verður það skoðað, það var ekki farið í nein smáatriði.“

„Ég hef ekki fylgst með starfinu í þaula, ég veit ekki hvað er í gangi í hverjum flokki. Það er mikið af fólki náið mér í tengslum við Breiðablik, sonur minn hefur æft þarna síðustu sumur. Breiðablik er þekkt fyrir gott unglingastarf, við þurfum að horfa í þau gildi. Það er fullt af hlutum sem er verið að gera vel í Breiðablik, ég mun í byrjun einbeita að skoða afrekstarfið og meistaraflokkana. Veita mína aðstoð á þeim vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sádarnir stefna á að fá HM 2034 – Ótrúlegir vellir sem þeir ætla að byggja

Sádarnir stefna á að fá HM 2034 – Ótrúlegir vellir sem þeir ætla að byggja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona skellir stóru tilboði á borðið

Barcelona skellir stóru tilboði á borðið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir ráðningu á Alfreð Finnbogasyni

Breiðablik staðfestir ráðningu á Alfreð Finnbogasyni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Romano með áhugaverð tíðindi af málefnum Alberts

Romano með áhugaverð tíðindi af málefnum Alberts
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lengjudeildin: Keflavík lagði Þór – Jafnt á Dalvík

Lengjudeildin: Keflavík lagði Þór – Jafnt á Dalvík
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Umboðsmaðurinn reiður eftir fréttir vikunnar – ,,Hættið að búa til falsfréttir“

Umboðsmaðurinn reiður eftir fréttir vikunnar – ,,Hættið að búa til falsfréttir“
433Sport
Í gær

Ætla halda áfram að pressa á United

Ætla halda áfram að pressa á United
433Sport
Í gær

Eiginkonan fékk hryllilegar fréttir um hátíðirnar: Sparkaði manninum út í kjölfarið – ,,Hann er faðir dóttur minnar“

Eiginkonan fékk hryllilegar fréttir um hátíðirnar: Sparkaði manninum út í kjölfarið – ,,Hann er faðir dóttur minnar“
Hide picture