fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433Sport

Endurkoma Arons Einars í Þorpið eftir 18 ár erlendis – Verður kynnt formlega í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 10:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is verður Aron Einar Gunnarsson kynntur sem leikmaður Þórs á Akureyri í dag.

Aron er samningslaus eftir að samningur hans við Al-Arabi í Katar rann út í síðasta mánuði.

Þessi 35 ára gamli fyrirliði íslenska landsliðsins er því að mæta heim í Þorpið og tekur slaginn með uppeldisfélaginu í Lengjudeildinni.

Aron Einar í landsleik með Íslandi ©Anton Brink 2020

Samkvæmt heimildum 433.is eru þó áfram yfirgnæfandi líkur á því að Aron skrifi undir erlendis áður en félagaskiptaglugginn lokar í lok þessa mánaðar.

Aron hefur glímt við nokkur meiðsli undanfarið ár en er að komast á skrið og vonast til að geta hjálpað Þór í þeirri baráttu sem félagið er í. Þór á áfram veika von að ná fimmta sæti Lengjudeildarinnar sem gefur sæti í umspil um laust sæti í deildinni en frammistaða liðsins í sumar hefur verið vonbrigði.

Aron Einar yfirgaf Þór fyrir 18 árum þegar hann gekk í raðir AZ Alkmaar í Hollandi, hann lék eftir það með Coventry og Cardiff í enska boltanum áður en hann hélt til Katar sumarið 2019.

Aron hefur spilað 103 landsleiki fyrir hönd Íslands og í flestum þeirra verið fyrirliði liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Fer ekki neitt í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur segir frá örlagaríku símtali sínu í Arnar – „Þessu gleymi ég aldrei“

Vilhjálmur segir frá örlagaríku símtali sínu í Arnar – „Þessu gleymi ég aldrei“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimsfrægur maður nær óþekkjanlegur – Sjáðu hvernig hann lítur út í dag

Heimsfrægur maður nær óþekkjanlegur – Sjáðu hvernig hann lítur út í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun
433Sport
Í gær

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“
433Sport
Í gær

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Njósnari United sagður reglulegur gestur til að skoða mann sem gæti tekið við af Onana

Njósnari United sagður reglulegur gestur til að skoða mann sem gæti tekið við af Onana
433Sport
Í gær

Aston Villa að ganga frá kaupum á vonarstjörnu sem margir vildu fá

Aston Villa að ganga frá kaupum á vonarstjörnu sem margir vildu fá